Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
mánudagur
sep.252017

Ályktun um þinglok og nýja stjórnarskrá

Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Fulltrúar stjórnmálaflokka á þingi semja nú sín á milli um nokkur lykilmál sem afgreiða á fyrir þinglok og kosningar. Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna skorar á fulltrúa Samfylkingarinnar og annarra flokka að leggja í þeim samningum áherslu á nauðsynleg ákvæði er varða stjórnarskrá landsins. Sem kunnugt er verður stjórnarskránni nú aðeins breytt með samþykki tveggja þinga og Alþingiskosningum á milli. Tækifæri til breytinga á stjórnarskrá gefst því aðeins núna, rétt fyrir þinglok, en annars ekki.

Rétt og mikilvægt er að gera nú tvær breytingar á gildandi stjórnarskrá.

Önnur þeirra er nýtt breytingaákvæði, þannig að breyta megi stjórnarskránni með einföldu samþykki Alþingis og þjóðaratkvæðagreiðslu á komandi kjörtímabili. Slíkt breytingaákvæði var í gildi árin 2013-2017 en rann út án þess að aðhafst væri. Án þess verður ekki unnt að gera neinar breytingar fyrr en í lok kjörtímabilsins og þá aðeins með tvöföldu samþykki Alþingis, ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er óviðunandi, ef ætlunin er á annað borð að halda áfram með það verkefni, sem tveir þriðju kjósenda fólu stjórnvöldum í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012, að setja landinu nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps Stjórnlagaráðs.

Hin nauðsynlega viðbótin er nýtt ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. 83% þeirra sem afstöðu tóku í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 vildu fá slíkt ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins. Vandað auðlindaákvæði er tilbúið til samþykktar, margyfirfarið af sérfræðingum. Þar er átt við 35. gr. frumvarps meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá vori 2013 með breytingum meirihlutans og tilheyrandi greinargerð (hluti af þskj. 1111, 415. máli á 141. löggjafarþingi). Ekki verður séð að efnisleg eða tæknileg rök ættu að aftra meirihluta þingheims frá því að samþykkja auðlindaákvæðið nú þannig að nýtt þing geti tekið afstöðu til þess. Eins og áður sagði er tækifærið til að skila þessum skýra þjóðarvilja áfram núna en ekki síðar.

Ný stjórnarskrá er undirstaða fjölmargra umbóta í íslensku þjóðfélagi sem snúa m.a. að aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum, bættri stjórnsýslu, auknu eftirliti löggjafarvaldsins með framkvæmdarvaldinu, skýrari ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar, virkara lýðræði, sjálfbærri umgengni við náttúru, og víðtækari mannréttindum, svo fátt eitt sé nefnt. Það á í raun ekki að vera hlutverk stjórnmálamanna að setja sjálfum sér reglur, heldur er stjórnarskráin samfélagssáttmáli alls almennings við sjálfan sig. Það er því skylda stjórnmálanna að láta skýran vilja kjósenda ráða för og standa ekki í vegi fyrir því að nýrri og betri stjórnarskrá, íslenskri stjórnarskrá fyrir hið íslenska lýðveldi, verði lokið í lýðræðislegum lokaáfanga, helst á komandi kjörtímabili.

Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna


 

fimmtudagur
feb.192015

Hlutverk ríkisins á víðsjárverðum tímum

Í þessum pistli mun ég fara stuttlega yfir hugmyndir um hlutverk ríkisins almennt sérstaklega í ljósi háværra krafna þjóðarinnar til ýmissa mögulegra og ómögulegra athafna, en varla má finna staðfastan samnefnara þessar krafna í íslenskri opinberri umræðu. Flest krefjumst við þó lýðræðis, gagnsærra stjórnarhátta, heiðarleika í viðskiptum, aukinna mannréttinda, og þar fram eftir götunum og hefur ákall um framangreint risið hátt eftir fjármálahrun samfara því að við höfum púað á sérhagsmunapot fárra. Á þriggja ára afmæli kreppunnar og í ljósi stöðu íslensks samfélagsins er því ágætt að hugleiða grunninn: Af hverju við höfum undirgengist núverandi samfélagsskipulag? Hvert á hlutverk ríkisins að vera? Hvað þýða hugtök eins og aukið lýðræði, mannréttindi og gegnsæir stjórnarhættir og hver er fórnarkostnaðurinn? Og síðast en ekki síst, hvert er hlutverk okkar sem tannhjól samfélagsins að láta kröfurnar um betra samfélag verða að veruleika?.

Click to read more ...

fimmtudagur
jan.152015

Komdu á landsfund!

Frá Landsfundi 2013

Landsfundur Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands verður haldinn að Hótel Sögu í Reykjavík föstudag og laugardag 20. og 21. mars nk.

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna á aðild að Samfylkingunni og mun senda 67 aðalfulltrúa á landsfundinn, sem fer með æðsta vald innan flokksins. Á fundinum verður stefna Samfylkingarinnar mótuð, forysta flokksins kosin og valið í framkvæmdastjórn og flokksstjórn, meðal annars.

FFJ mun boða til kynningar- og rýnifundar um drög að málefnauppleggi landsfundar, og kjósa aðal- og varafulltrúa sína, fyrir 23. febrúar.

Stjórn FFJ skorar á áhugasamt jafnaðarfólk að gefa kost á sér sem fulltrúa félagsins á landsfundi. Tilkynna má áhuga með tölvupósti á netföngin evabaldurs@gmail.com og/eða arnarg@gmail.com.

Atkvæðisrétt og kjörgengi á fundinum hafa skráðir félagar í eitthvert aðildarfélaga Samfylkingarinnar sem kjörnir hafa verið sem landsfundarfulltrúar.

Athygli er vakin á því að áhugasamir sem ekki hafa enn skráð sig sem félaga í FFJ geta gert það hér á vefnum okkar: http://www.ffj.is/skraning/.

Við innskráningu á landsfund greiða fulltrúar landsfundargjald sem stendur undir hluta kostnaðar við landsfundinn.

Hér má sjá fésbókaratburð FFJ vegna landsfundarins. Skráðu þig til leiks!

föstudagur
sep.122014

Glærur frá fundi um "Fjármagnshöft á mannamáli"

 

Fundur FFJ um "Fjármagnshöft á mannamáli", sem haldinn var þriðjudagskvöldið 9. september sl. í Hannesarholti við Grundarstíg, var vel sóttur og voru fundarmenn nokkru vísari að honum loknum um viðfangsefnið. Framsögumenn voru Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Vilhjálmur Þorsteinsson frumkvöðull og stjórnarmaður í FFJ. Fundarstjóri var Dagbjört Hákonardóttir varaformaður FFJ. Líflegar umræður með spurningum og svörum sköpuðust efir framsöguerindin.

Glærur Ásdísar má sækja hér (PDF skrá, um 450 kílóbæti).

Glærur Vilhjálms má sækja hér (PDF skrá, um 2.700 kílóbæti).

 

föstudagur
sep.052014

Fjármagnshöft á mannamáli

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna boðar til opins fundar þriðjudaginn 9. september kl. 20:00 í Hannesarholti við Grundarstíg til að ræða fjármagnshöftin, afleiðingar þeirra og leiðir til afléttingar.

Frummælendur verða Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Vilhjálmur Þorsteinsson frumkvöðull og stjórnarmaður í FFJ. Að loknum framsöguerindum verða umræður og spjall.
Af hverju voru höftin sett á í nóvember 2008? Hvernig virka þau? Af hverju er ekki búið að aflétta þeim? Nú getur fólk verslað að vild og notað krítarkort erlendis, hvað er þá vandamálið? Hvernig birtast höftin almenningi og fyrirtækjum, til dæmis sprotafyrirtækjum? Hver er skaðinn af þeim til lengri og skemmri tíma? Hvaða leiðir eru færar til að losna undan þeim? Er unnt að fara svo kallaða “gjaldþrotaleið”? Hver er þáttur “hrægammasjóða” í framvindunni? Hvernig tengist ESB- og evruaðild afléttingu haftanna?
Hvað er framundan í þessum málum í vetur? Hvaða hagsmunir eru undir og hvernig tengjast þeir mismunandi leiðum í stöðunni?

Búast má við að ofangreindar spurningar og fleiri verði til umræðu á fundinum.
Fundarstjóri verður Dagbjört Hákonardóttir lögfræðingur og varaformaður FFJ.
Allir velkomnir - takið með ykkur gesti!
Kaffigjald er 500 kr.
mánudagur
jún.232014

Moska, Framsókn og fordómar

Í pistli sem birtist á Vísi í dag bendir formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna á mikilvægi þess að vanda sig í umræðu um mannréttindi. Eva Baldursdóttir lýsir góðri stöðu sem Íslendingar hafa komið sér í er varðar mannréttindalöggjöf landsins.

Íslendingar hafa almennt verið umburðarlyndir og friðsamir. Við höfum sett okkur stjórnarskrá sem mælir fyrir um að hér ríki trúfrelsi og jafnræði fyrir lögum m.t.t. trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar og litarháttar. Þá hefur fjöldi alþjóðlegra mannréttindasáttmála verið lögfestur svo sem Mannréttindasáttmáli Evrópu og Alþjóðasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Grunnstef þeirra sáttmála er í öllu falli að forsenda frelsis, friðar og réttlætis í heiminum byggi á þeirri viðurkenningu þjóðanna að mennirnir séu jafnir fyrir lögum og þeim sé ekki mismunað.

Loks biðlar hún til stjórnmálamanna, sem hafa mikið vægi í almenningsumræðu, um að vanda orðræðu sína og gæta þess að ala ekki á ótta og hatri.

Það er ábyrgðarhlutverk að bjóða sig fram til þátttöku í stjórnmálum. Gera verður þá kröfu að mannréttindi, sem eru ekki sjálfsögð og eiga uppruna sinn að rekja til ofríkis ríkisvalds og átaka, séu virt. Þess vegna eiga áherslur flokks sem ganga þvert á algild mannréttindi lítið erindi við stjórn borgarinnar. 

Pistilinn í heild sinni má lesa hér