Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
 • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
  A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
  by John Rawls
 • Capital in the Twenty-First Century
  Capital in the Twenty-First Century
  by Thomas Piketty
þriðjudagur
apr.012014

Ný stjórn kjörin á aðalfundi

Aðalfundur FFJ var haldinn 31. mars 2014 á KEX Hostel við Skúlagötu. Mæting var góð og fór fundurinn vel fram. Þar var m.a. samþykkt lagabreyting um að stjórnarmenn yrðu sjö í stað fimm, og varastjórnarmenn jafn margir. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum hélt Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingarinnar stutt erindi og tók þátt í almennum umræðum.

Á fundinum voru eftirtalin kjörin í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:

 • Eva H. Baldursdóttir formaður
 • Dagbjört Hákonardóttir varaformaður
 • Arnar Guðmundsson spjaldskrárritari
 • Vilhjálmur Þorsteinsson yfirféhirðir
 • Baldvin Jónsson meðstjórnandi
 • Haukur Hólmsteinsson meðstjórnandi
 • Kristín Soffía Jónsdóttir meðstjórnandi

Í varastjórn voru eftirtalin kjörin:

 • Ásgeir Runólfsson
 • Gunnar Tryggvason
 • Margrét Sigrún Björnsdóttir
 • Ágúst Ólafur Ágústsson
 • Hilmar Sigurðsson
 • Dóra Magnúsdóttir
 • Guðrún Jóna Jónsdóttir

Skoðunarmaður reikninga var kjörinn Tjörvi Dýrfjörð.

Nýkjörinni stjórn er óskað allra heilla og fráfarandi stjórn þökkuð störfin á liðnu starfsári.

« Hugleiðing um trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju | Main | Aðalfundur FFJ »