Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
föstudagur
sep.052014

Fjármagnshöft á mannamáli

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna boðar til opins fundar þriðjudaginn 9. september kl. 20:00 í Hannesarholti við Grundarstíg til að ræða fjármagnshöftin, afleiðingar þeirra og leiðir til afléttingar.

Frummælendur verða Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Vilhjálmur Þorsteinsson frumkvöðull og stjórnarmaður í FFJ. Að loknum framsöguerindum verða umræður og spjall.
Af hverju voru höftin sett á í nóvember 2008? Hvernig virka þau? Af hverju er ekki búið að aflétta þeim? Nú getur fólk verslað að vild og notað krítarkort erlendis, hvað er þá vandamálið? Hvernig birtast höftin almenningi og fyrirtækjum, til dæmis sprotafyrirtækjum? Hver er skaðinn af þeim til lengri og skemmri tíma? Hvaða leiðir eru færar til að losna undan þeim? Er unnt að fara svo kallaða “gjaldþrotaleið”? Hver er þáttur “hrægammasjóða” í framvindunni? Hvernig tengist ESB- og evruaðild afléttingu haftanna?
Hvað er framundan í þessum málum í vetur? Hvaða hagsmunir eru undir og hvernig tengjast þeir mismunandi leiðum í stöðunni?

Búast má við að ofangreindar spurningar og fleiri verði til umræðu á fundinum.
Fundarstjóri verður Dagbjört Hákonardóttir lögfræðingur og varaformaður FFJ.
Allir velkomnir - takið með ykkur gesti!
Kaffigjald er 500 kr.
« Glærur frá fundi um "Fjármagnshöft á mannamáli" | Main | Moska, Framsókn og fordómar »