Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
mánudagur
feb.242014

Tekst að afstýra stórslysi í utanríkismálum?

Ítarleg umræða síðustu ára og skýrslur, m.a. Seðlabanka Íslands, um valkosti okkar í gjaldmiðilsmálum hafa ítrekað staðfest að þeir eru aðeins tveir: Búa við íslenska krónu, studda gjaldeyrishöftum af einhverju tagi um fyrirsjáanlega framtíð eða stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu. Þá liggur fyrir að líflína okkar til mikilvægustu útflutningsmarkaða landsins er aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu. Við þessar aðstæður er það fullkomið ábyrgðarleysi að útiloka annan þessara valkosta, mögulega til næstu áratuga, með því að slíta aðildarviðræðum. Sérstaklega þegar haft er í huga að engin áætlun liggur fyrir um hvernig þjóðin ætlar að búa við haftakrónuna. Engin áætlun um uppgjör búa föllnu bankanna hefur verið kynnt. Engin greining hefur farið fram á því hvernig við gætum haldið aðild að innri markaði Evrópu ef við brjótum kerfisbundið gegn ákvæðum EES samningins. Því hefur heldur ekki verið svarað hvernig við getum ekki innleitt veigamikla þætti á borð við samræmdar aðgerðir til að tryggja fjármálastöðugleika.

Click to read more ...

fimmtudagur
jan.232014

FFJ stækkar og dafnar

Félögum í FFJ fjölgar hægt og bítandi. Frá áramótum hafa yfir 30 manns bæst í félagatalið. Reikna má með að skriðþunginn aukist nokkuð fram að flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum þar sem flokksval er viðhaft.

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna var upphaflega stofnað þegar Bandalag jafnaðarmanna gekk til liðs við Alþýðuflokkinn árið 1986. Félagið á sér gagnmerka sögu sem m.a. er hægt að kynna sér hér.

Nýir félagar geta skráð sig í félagið hér. Nauðsynlegt er að gefa upp eigið tölvupóstfang og verður staðfestingarpóstur sendur þangað sjálfvirkt. IP tala tölvunnar sem notuð er við skráningu er geymd til öryggis.

Við bjóðum nýja félaga velkomna og fögnum því að fá fleiri til þátttöku í umræðu, mótun og eftirfylgni frjálslyndrar jafnaðarstefnu.

miðvikudagur
sep.042013

Ísland í 31. sæti 

Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, setur Ísland í 31. sæti á nýjum lista yfir samkeppnishæfni þjóða. Landið lækkar um eitt sæti á milli ára. "Alþjóðaefnahagsráðið [telur] að þrálátur veikleiki efnahagsumhverfisins og veikur fjármálamarkaður dragi úr samkeppnishæfni landsins," segir í grein vefmiðilsins visir.is. Þá kemur fram í grein á Eyjunni að íslenskt regluverk um erlenda fjárfestingu fái algjöra falleinkunn.

Click to read more ...

þriðjudagur
sep.032013

Ofurgagnagrunnur ríkisins um öll þín viðskipti?

Ríkisstjórnin hyggst nú enn reyna að koma í gegn um Alþingi frumvarpi sínu um breytingar á lögum um Hagstofu Íslands. Frumvarpið strandaði eftir fyrstu umræðu á sumarþingi enda voru gerðar við það alvarlegar athugasemdir í umsögnum. Meðal annars taldi Persónuvernd að með því væri bankaleynd fyrir bí á Íslandi.

Click to read more ...

sunnudagur
maí052013

Glærur um sögu Félags frjálslyndra jafnaðarmanna

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna var stofnað árið 1986 þegar Bandalag jafnaðarmanna gekk til liðs við Alþýðuflokkinn, og er því á 28. aldursári. Saga félagsins er fjölbreytt og það hefur haft talsverð áhrif á pólitíska umræðu sl. þrjá áratugi.

Á jólafundi félagsins 2012 flutti Vilhjálmur Þorsteinsson ritari FFJ glærukynningu með völdum úrklippum og myndum úr sögu félagsins. Glærukynninguna má sækja með því að smella hér (8 MB PDF skrá).

Félagsmenn sem luma á myndum, úrklippum og öðrum gögnum sem tengjast sögu FFJ eru hvattir til að koma þeim á framfæri við stjórn félagsins, t.d. ritara þess (vt hjá extrada.com).

þriðjudagur
apr.302013

Misvægi atkvæða og 5% þröskuldurinn

Nýafstaðnar kosningar vörpuðu skýru ljósi á hversu úrelt kosningarkerfið er. Í fyrsta lagi virtist lengi vel að Píratar, flokkur sem mældist með um 4,6%-4,8% nánast alla nóttina, næði ekki manni inn á þing. Á bak við það atkvæðahlutfall standa rúmlega 4.000 kjósendur. Þá þurrkuðust um 12 þúsund atkvæði út með "litlu framboðunum". Það er frekar einföld stærðfræði að sérhagsmunir stórra flokka felast í að breyta ekki þessum þröskuldi, enda græða þeir á mörgum litlum framboðum. Hlutfallslegur styrkur þeirra eykst bara í þeim tilvikum og þ.a.l. þingstyrkur. Íslenska kosningakerfið setur met í misvægi atkvæða, og á "vinninginn" í samanburði við öll önnur þróuð lýðræðisríki. Misvægi atkvæða milli kjördæma er allt að tvöfalt. Að mínu mati er það hreint mannréttindabrot.

Click to read more ...