Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
þriðjudagur
apr.302013

Misvægi atkvæða og 5% þröskuldurinn

Nýafstaðnar kosningar vörpuðu skýru ljósi á hversu úrelt kosningarkerfið er. Í fyrsta lagi virtist lengi vel að Píratar, flokkur sem mældist með um 4,6%-4,8% nánast alla nóttina, næði ekki manni inn á þing. Á bak við það atkvæðahlutfall standa rúmlega 4.000 kjósendur. Þá þurrkuðust um 12 þúsund atkvæði út með "litlu framboðunum". Það er frekar einföld stærðfræði að sérhagsmunir stórra flokka felast í að breyta ekki þessum þröskuldi, enda græða þeir á mörgum litlum framboðum. Hlutfallslegur styrkur þeirra eykst bara í þeim tilvikum og þ.a.l. þingstyrkur. Íslenska kosningakerfið setur met í misvægi atkvæða, og á "vinninginn" í samanburði við öll önnur þróuð lýðræðisríki. Misvægi atkvæða milli kjördæma er allt að tvöfalt. Að mínu mati er það hreint mannréttindabrot.

Click to read more ...

miðvikudagur
apr.242013

Með EES samninginn á heilanum

Nú fyrir kosningar 2013 segja spekingar og álitsgjafar að Evrópusambandið sé ekki kosningamál. Kannski er það bara bóla eins og sumir töldu internetið vera á sínum tíma ? Menn vísa gjarnan í fullveldið og sjálfsákvörðunarrétt hinnar íslensku þjóðar. Enginn virðist hins vegar vilja segja upp EES samningnum, nema kannski einstaka krúttlegir frambjóðendur sem telja sig til framsóknarkomma. Samt sem áður kallar EES samstarfið á áleitnar spurningar um fullveldi, framsal ákvarðanatöku til viðsemjenda okkar og ekki síst hvernig okkur hefur tekist að tryggja borgurum þessa lands sambærileg réttindi á innri markaðnum og borgarar ESB ríkja njóta. Kann það að vera svo að aukin réttindi borgaranna vegi upp á móti skerðingu á formlegu fullveldi ? Er það betur til þess fallið að verja fullveldið að sitja við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar, eða taka við tilbúinni löggjöf og innleiða hana með semingi ? Svo var það líka þetta með evruna.

Click to read more ...

fimmtudagur
apr.112013

Marslögin tryggðu stöðu Íslands gagnvart erlendum kröfuhöfum

Hin margumrædda sterka samningsstaða Íslands gagnvart erlendum kröfuhöfum var búin til af ríkisstjórnarflokkunum með marslögunum svokölluðu 2012 þar sem erlendar eignir kröfuhafa voru teknar undir gjaldeyrishöftin. Framsóknarflokkurinn treysti sér ekki til að taka á kröfuhöfunum með þessum hætti og Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn marslögunum. En nú koma þessir sömu aðilar og byggja kosningaloforð sín á þessari stöðu sem stjórnvöld hafa byggt markvisst upp á meðan þeir sváfu á verðinum. Jafnaðarmenn hafa unnið að þessu máli allt kjörtímabilið en ekki bara rétt fyrir kosningar.

Click to read more ...

miðvikudagur
mar.062013

Stöðugur gjaldmiðill - raunhæf fyrstu skref

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Sjálfstæðir evrópumenn boða til hádegisfundar um leiðina út úr núverandi stöðu í peningamálum og að stöðugum framtíðargjaldmiðli.

 

Stöðugur gjaldmiðill er eitt brýnasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila enda forsenda lægri verðbólgu og vaxtakostnaðar. Upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu og aðlögun í gegnum ERM II myntsamstarfið er raunhæfasta leiðin til að tryggja þetta markmið til frambúðar. En hvaða skref þarf að stíga nú til að komast út úr núverandi stöðu íslensks hagkerfis og inn í fordyri evrunnar? Er stuðnings að vænta við verkefnið?

Georg Brynjarsson, hagfræðingur hjá Utanríkisráðuneytinu, mun flytja inngangserindi sem lýsir leiðinni og helstu hindrunum á vegferð okkar að stöðugum framtíðargjaldmiðli. Georg er starfsmaður svokallaðs AdHoc starfshóps íslenskra stjórnvalda, evrópska seðlabankans, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og hefur rannsakað sérstaklega leið ríkja að inngöngu í ERM II og þau skilyrði sem þarf að uppfylla.

Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Sjálfstæðra evrópumanna og Vilhjálmur Þorsteinsson, fulltrúi Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, bregðast við erindi Georgs og taka svo þátt í pallborði ásamt frummælanda og svara spurningum fundargesta.

Fundarstjóri er Eva H. Baldursdóttir.

Fundurinn, sem er öllum opinn, verður haldinn föstudaginn 8. mars á 2. hæð Kaffi Sólon, Bankastræti og stendur frá kl. 12 til 13:15. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega. Hægt er að kaupa léttan hádegisverð á staðnum.

föstudagur
mar.012013

Atvinnustefna um vöxt og nýsköpun

Inngangur að nýsamþykktri atvinnustefnu jafnaðarmannaflokks Íslands nær vel utan um kjarnann í verkefnum næstu ára:
"Aukin fjárfesting í atvinnulífinu og bætt samkeppnishæfni eru  brýnustu verkefni næstu ára. Takast þarf á við þau með stöðugu  starfsumhverfi fyrirtækja, stuðningi við nýsköpun í öllum greinum,  menntuðu vinnuafli og nýtingu auðlindaarðsins í þágu  atvinnuuppbyggingar. Verðmætasköpun er eina leiðin til að vinna á  erlendum skuldum þjóðarbúsins og tryggja um leið bætt lífskjör og  velferð."
Mestu skiptir að í stefnunni eru leiðirnar vel varðaðar. Þar er verið að vinna í samfellu við áherslur og verkefni liðinna ára eins og ég rakti í skrifum mínum um nýja atvinnustefnu undir lok síðasta árs.
Á fundi Félags frjálslyndra jafnaðarmanna um skýrslu McKinsey um vaxtafæri atvinnulífsins hér á landi kom skýrt fram hve ríkur samhljómur er með stefnu okkar og aðgerðaáætlunum og þeirri greiningu sem þar birtist. Meginmarkmið jafnaðarmanna er að á Íslandi þrífist fjölbreytt atvinnulíf sem  skapar verðmæt störf. "Heilbrigð samkeppni í þágu verðmætasköpunar og hagsmuna neytenda, gegn  sóun, fákeppni og höftum er lykilatriði í atvinnustefnu jafnaðarmana," segir í stefnu okkar og svo er bent á að sem mest af arði atvinnulífs framtíðarinnar þurfi að verða til á grundvelli  viðskiptahugmynda sem standast alþjóðlega samkeppni, og virkjunar hugvits  og markaðsþekkingar, í stað þess að auður safnist upp í skjóli úthlutaðrar  aðstöðu eða fákeppni með gjaldmiðilinn sem samkeppnishindrun. Efling  alþjóðageirans er því forgangsverkefni auk þess að opna samfélagið fyrir fjárfestingum og samkeppni. Þar blasir við að viðræður um aðilda að ESB eru órjúfanlega tengdar því verkefni að tryggja íslensku  atvinnulífi betra og samkeppnishæfara starfsumhverfi.
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna fagnar því frumkvæði stjórnvalda og hagsmunaaðila í atvinnulífi að hafa þegar komið á samráðsvettvangi um aukna hagsæld hér á landi sem byggir meðal annars á tillögum og ábendingum skýrslu McKinsey.
Á stundum undrast frjálslyndir jafnaðarmenn hve hörð andstaðan er við opnara samkeppnisumhverfi og markaðslausnir á sviðum á borð við verðlagningu og úthlutun veiðiheimilda og það frá öflum sem telja sig markaðssinnuð á hátíðarstundum. Svarið felst líklega í því hve stór hluti af arðinum hér á landi verður til í skjóli aðstöðu og fákeppni. Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þá sem búa að aðstöðunni. Meðal annars þess vegna er heildstæð auðlindastefna þýðingarmikið skref til að tryggja sátt og betra  starfsumhverfi fyrir auðlindagreinarnar. Tilkall þjóðarinnar til hluta  auðlindaarðsins leggur grunn að uppbyggingu í þágu fólks og atvinnulífs um  land allt.
Öðrum stundum undrumst við þegar rótgrónir stjórnmálaflokkar sem gefa sig út fyrir umhyggju fyrir öflugu atvinnulífi mæta til leiks og skila nær auðu gagnvart atvinnulífi framtíðarinnar, þ.e. litlu og meðalstóru fyrirtækjunum, sprotunum, hátækni- og hugverkaiðnaðinum. Byggt á vinnu okkar og greiningum síðustu ára ætti ekki að koma mjög á óvart að jafnaðarmenn röðuðu sér í þrjú efstu sætin þegar gestir á nýafstöðnu Tækni- og hugverkaþingi mátu tillögur og framlag þingflokkanna til þeirra hjartans mála. 
sunnudagur
jan.272013

Landsfundarteiti

Aðal- og varafulltrúar FFJ á landsfundi og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma í landsfundarteiti frjálslyndra jafnaðarmanna, fimmtudaginn 31. janúar kl. 20:00 á Kex hostel, Skúlagötu 28.

Þar er tækifæri til að hitta félagana og hrista saman góðan og samhentan hóp fyrir áhugaverðan landsfund sem settur verður kl. 14 daginn eftir.

Matur og drykkur seldur á barnum frammi en við höfum fjölnotasalinn Gym & Tonic út af fyrir okkur frá kl. 20 til 22.

Mætum öll.

Page 1 ... 2 3 4 5 6 ... 10 Næstu 6 fréttir »