Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
 • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
  A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
  by John Rawls
 • Capital in the Twenty-First Century
  Capital in the Twenty-First Century
  by Thomas Piketty
mánudagur
jan.072013

Framhald félagsfundar frá 27. desember

Á félagsfundi FFJ 27. desember sl. var 2. og 3. lið á dagskrá, þ.e. kjöri fulltrúa FFJ á landsfund og í Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík frestað til framhaldsfundar.
Fundi verður framhaldið fimmtudaginn 10. janúar frá kl. 19 til 20 að Hallveigarstíg 1.
mánudagur
jan.072013

Vont er þeirra ránglæti, verra er þeirra réttlæti

Þegar ég festist í innviðum internetsins, athugasemda á DV.is, fésbókarflæðis og fréttaflutnings - sem er á svo slæmu plani að menn ættu að skammast sín - líður mér eins og ég búi í einræðisríki fáránleikans. Hér svelti menn, hafi ekki vinnu og varla þak yfir höfuðið. En gott fólk, ekkert er jafn fjarri lagi.

En þetta er ekki bara á netinu - í jólafögnuðum og ýmsum mannfundum - hef ég átt í mörgum kokteilsamræðum þar sem málin byrja á gríni um bleyjur, ofurálögur, skattpíningu, vonda ESB og ríkisstjórnina í ruglinu. Ég tek stundum þátt og fussa aðeins með - bæti í stílinn - bara svona af því að ég er eðli málsins samkvæmt ekki sammála öllu. Það er aldrei þannig.

En verum raunsæ. Hér er ekkert Kambódíu nýaldar gervi-lýðræði, þar sem grunn innviðir eru ekki til staðar og hér hafa svo mörg réttlætisskref verið stiginn til uppgjörs.

Mýmargt hefur verið gert til að spasla í óréttlætistillfinningu almennings, sbr.:

 • Embætti umboðsmanns skuldara sett á laggirnar (löngu komið t.d. í Noregi).
 • Sérstakur saksóknari stofnaður til að leita réttlætis vegna efnahagsbrota.
 • Landsdómur settur af stað.
 • Rannsóknarskýrsla Alþingis unnin.
 • Skuldaaðgerðir t.d. auknar vaxtaniðurgreiðslur, 110% leiðin, sértæk skuldaaðlögun, greiðsluaðlögun og svona mætti lengi lengi telja.
 • Staðinn var vörður um velferðarkerfið að því marki sem unnt var - og er það með eindæmum að ekki hafi verið meiri titringur í samfélaginu en raun bar vitni, t.d. með verkföllum og uppsteyt.

Þá er ríkissjóður nú nánast hallalaus. Jú það hefur kostar auknar álögur á okkur öll, en það kemur í veg fyrir að við séum að rogast með halla ríkissjóðs og láta framtíðina greiða fyrir, mína kynslóð og þau sem á eftir koma sem eiga það ennþá minna skilið. Þá fer atvinnuleysi minnkandi og hagvöxtur er glimrandi miðað við allt og allt.

Ekki nóg með það, heldur hefur áralöngu óréttlæti útgerðarmanna nú verið aflétt með tilkomu veiðileyfagjalds - þar sem loksins loksins þarf útgerðin að skila hluta arðsins til baka fyrir að veiða eign okkar allra. Hingað til hefur hún aðeins farið í vasa útgerðarmanna sem græða slíkar formúur að mig sundlar við tilhugsunina.

Þá er verið að reyna skapa vettvang fyrir hlutlægar og gegnsæjar reglur. Að taka ákvarðanir ekki handahófskennt heldur á grunni raunverulegrar stefnumótunar og sérfræðivinnu. Gott dæmi þar um er rammaáætlun sem verður kláruð á þingi 14. janúar. Vilja menn fara aftur í handvaldar geðþóttaákvarðanir?

Hér er ótalin sú gríðarlega mikla vinna sem hefur verið lögð í nýja stjórnarskrá - sem betrumbætir og skýrir stjórnskipan landsins - á grunni þingræðis- og þinghefðarinnar. Og nýja stjórnarskráin er svo sannarlega betri fyrir almenning heldur en sú gamla - þó hún sé kannski ekki orðin fullkomin enn.

Gott fólk! Hvaða hula er dregin fyrir augu almennings hér í landi veit ég ekki. En vanþakklætið er oft á tíðum slíkt að manni sundlar og verkjar. Öll verkefnin hafa hins vegar ekki verið kláruð en það eru ómennskar kröfur að leggja á herðar fólks að hægt sé að vinna meira en síðustu þrjú og hálft ár bera með sér!

Það sem þarf að horfa í á næstu árum er a.m.k. þetta:

 • Breyting á verðtryggða kerfinu.
 • Klára skuldaúrvinnsluna til fulls í anda jöfnuðar.
 • Gjaldmiðilinn.
 • Samningaviðræður við ESB.

Við verðum að vera raunsæ og sanngjörn í umfjöllun okkar. Ég treysti þeim best sem vilja halda áfram á þerri vegferð sem hafin er. A.m.k tala staðreyndirnar sínu máli þó fáir í þjóðfélaginu geri slíkt hið sama, ef marka má internetið.

 

fimmtudagur
jan.032013

Opnir fundir með formannsefnum jafnaðarmanna

 

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna býður alla velkomna til opinna hádegisfunda með formannsframbjóðendum Samfylkingarinnar þeim Árna Páli Árnasyni og Guðbjarti Hannessyni.
Á fundunum gefst gott tækifæri til að fræðast um áherslumál þeirra og eiga við þá samræður um framtíðarsýnina og verkefnin framundan.
Fundirnir verða báðir haldnir á efri hæð Kaffi Sólon við Bankastræti og standa frá kl. 12 til 13:15.
Guðbjartur Hannesson kemur til fundar föstudaginn 4. janúar.
Árni Páll Árnason kemur til fundar þriðjudaginn 8. janúar.
 
Léttur hádegisverður seldur á staðnum.
 
Allir velkomnir

 

miðvikudagur
des.262012

Félagsfundur og jólafagnaður

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna heldur félagsfund og jólafagnað á þriðja degi jóla, fimmtudaginn 27. desember. Fundarstaður er í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík.

Félagsfundurinn hefst kl. 20:00.
Dagskrá: 
1. Tillögur málefnanefnda fyrir landsfund Samfylkingarinnar 1. til 3. febrúar:http://www.samfylkingin.is/Stefnumal/Landsfundur_2013.
2. Kosning aðal- og varafulltrúa FFJ á landsfund. Aðalfélagar í FFJ eru kjörgengir, óháð búsetu.
3. Kosning aðal- og varafulltrúa FFJ í Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Aðalfélagar í FFJ með lögheimili í Reykjavík eru kjörgengir.

Jólafagnaður FFJ hefst upp úr kl. 21:00
Þar verður saga félagsins rifjuð upp yfir léttum veitingum.

Nýir félagar eru sérstaklega hvattir til að mæta og fræðast um félagið.

Hvetjum þá sem vilja gefa kost á sér sem fulltrúa á landsfund og/eða í fulltrúaráðið í Reykjavík til að senda okkur línu.

Efnt verður til samskota til að standa straum af kostnaði við jólagleðina.

Sjáumst í hátíðarskapi.

laugardagur
des.222012

Gleðilega hátíð!

FFJ óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

 

mánudagur
des.032012

Stjórn FFJ skiptir með sér verkum

Á stjórnarfundi 27. nóvember 2012 skipti nýendurkjörin stjórn FFJ með sér verkum. Hlutverk aðalstjórnarmanna eru óbreytt frá síðasta starfsári, eða sem hér segir:

Formaður er Arnar Guðmundsson.

Varaformaður er Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir.

Spjaldskrárritari er Anna Sigrún Baldursdóttir.

Gjaldkeri er Gunnar Tryggvason.

Ritari er Vilhjálmur Þorsteinsson.

Í varastjórn félagsins sitja þau Margrét S. Björnsdóttir, Tjörvi Dýrfjörð, Ágúst Ólafur Ágústsson, Hilmar Sigurðsson og Dagbjört Hákonardóttir.

Page 1 ... 3 4 5 6 7 ... 10 Næstu 6 fréttir »