Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
sunnudagur
nóv.112012

Aðalfundur FFJ miðvikudagskvöld 14. nóvember

Aðalfundur Félags frjálslyndra jafnaðarmanna verður haldinn miðvikudagskvöldið 14. nóvember nk. kl. 19:00 að Laufásvegi 45, Reykjavík. (Athugið breyttan tíma frá fyrra fundarboði!)

Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins, en þau eru að samþykkja lagabreytingar og endurskoðaða reikninga, að kjósa fimm fulltrúa í aðalstjórn, þrjá í varastjórn og einn skoðunarmann reikninga, auk annarra mála. Reiknað er með stuttum en snörpum fundi.

Arnar Guðmundsson formaður FFJSíðar sama kvöld, eða upp úr kl. 21:00, hefst á sama stað teiti stuðningsmanna Arnars Guðmundssonar formanns FFJ og frambjóðanda í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 16.-17. nóvember nk. Allir eru velkomnir og léttar veitingar verða í boði.

Viðburðinn má finna hér á fésbók.

Fundarboð hefur verið sent félagsmönnum í tölvupósti. Félagsmenn sem hafa ekki fengið skeyti eru hvattir til að hafa samband þannig að unnt sé að leiðrétta skráningu tölvupóstfangs í félagatalinu.

« Fundargerð aðalfundar 14. nóvember 2012 | Main | Ný hugsun í atvinnumálum »