Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
mánudagur
nóv.052012

McKinsey skýrslan: Samstaða um vaxtarstefnu fyrir Ísland?

Félag Frjálslyndra jafnaðarmanna heldur opinn hádegisfund þann 8. nóvember kl. 12.00 á efri hæð Kaffi Sólon.

Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey kynnti á dögunum nýja skýrslu um vaxtarstefnu fyrir Ísland (Charting a Growth Path for Iceland). Þar er fjallað um leiðir til að auka hagkvæmni í „innlenda geiranum“, fá meiri arð úr „auðlindageiranum“ og byggja upp „alþjóðlega geirann“. Ísland þurfi að brjótast út úr vítahring hás fjármagnskostnaðar, lítillar fjárfestingar og ónógs viðskiptaafgangs, og komast yfir á spor uppbyggingar með opnun fyrir samkeppni og fjárfestingu, lækkun vaxta, væntingum um jákvæðan viðskiptajöfnuð og þar með innstreymi gjaldeyris.

Ráðgjafarnir hvetja til að myndaður verði vaxtarvettvangur, Growth Forum, þar sem reynt yrði að ná eins breiðri samstöðu og unnt er um markmið, leiðir og nauðsynlegar aðgerðir. Er raunhæft að ná fram slíkri samstöðu? Eru skotgrafir milli flokka og hagsmunaafla of djúpar til að þær verði brúaðar í þágu sameiginlegrar sýnar? Eru tiltekin atriði í tillögum McKinsey þess eðlis að ólíklegt sé að um þau gæti náðst samkomulag? Geta hagsmunir „alþjóðlega geirans“ og „auðlindageirans“ til dæmis legið saman? Þessar spurningar snerta margvísleg viðfangsefni stjórnmálanna, meðal annars menntastefnu, atvinnu- og auðlindastefnu, og gjaldmiðils- og peningamálastefnu.

Um þetta og margt annað verður rætt og spurt á hádegisfundi FFJ fimmtudaginn 8. nóvember nk. á Kaffi Sólon, efri hæð. Fundurinn hefst kl. 12.00 og er öllum opinn. Léttur hádegisverður seldur á staðnum.

  • Arnar Guðmundsson, formaður FFJ, fv. aðstoðarmaður iðnaðarráðherra og formaður Auðlindastefnunefndar, flytur inngangserindi og reifar viðfangsefnið.

Aðrir framsögumenn eru:

  • Ágúst Ólafur Ágústsson, efnahags- og atvinnuráðgjafi forsætisráðherra
  • Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins
  • Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands

Að loknum stuttum erindum verður tími fyrir hnitmiðaðar fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri verður Eva H. Baldursdóttir, varaformaður FFJ.

« Ný hugsun í atvinnumálum | Main | Formaður FFJ í framboð »