Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
mánudagur
sep.172012

Myntbandalag og betri rammi um íslensku krónuna - pólitískar ákvarðanir

Seðlabankastjóri Már Guðmundsson og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans kynntu laust eftir kl. 16 skýrslu bankans um valkosti í gjaldmiðils- og gengismálum.  Félag frjálslyndra jafnaðarmanna hefur beðið á stólbríkinni af spenningi vegna útgáfu skýrslunnar um nokkurt skeið og má telja að fleiri áhugamenn um stöðu gjaldmiðilsmála hér á landi séu sama sinni.

Ýmsir valkostir í gjaldmiðilsmálum voru raktir en af tölu seðlabankastjóra má ráða að status quo án betri ramma um krónuna er útilokaður. Þá telur ritstjórn, að ef marka má kynningu Seðlabankans þar sem valkostir eru vegnir,  sé myntbandalag lausn við gjaldmiðilsvanda landsins og til framtíðar sé upptaka evru nærtækasta lausnin.

Athygli vakti að af 78 smáríkjum í heiminum með 2 milljónir eða færri íbúa er Ísland eina landið með flotgengisstefnu, en aðalhagfræðingur Seðlabankans benti á að eftir því sem ríki eru minni er minni sveigjanleiki á gengi - en af þeim orðum má leiða að einhvers konar fastgengisstefnu verði að taka upp til að koma í veg fyrir gjaldmiðilssveiflur á þeirri stærðagráðu og Ísland hefur þurft að þola.

Hvað varðar ávinning við aðild að evrusvæðinu sagði Már, svo eitthvað sé nefnt: 

- 1,5% - 11% aukningu á milliríkjaviðskiptum

- aðgangur sé að stórum fjármálamörkuðum án gengisáhættu.

- stærðarhagkvæmni peningakerfis = meiri samkeppni

- agarammi um hagstjórn og fjármálakerfið.

Áhættan:

- viðbrögð við sérstökum áföllum erfiðari

Hinn valkostinn taldi Már vera betri ramma um íslensku krónuna en allir valkostir eru ítarlega raktir í skýrslu Seðlabankans. Að lokum vildi Már árétta að vandi evrusvæðisins væri ekki gjaldmiðilskreppa - heldur fyrst og fremst ríkisskuldakreppa og bankakreppa í einhverjum löndum.

Að lokum sagði seðlabankastjóri að ákvarðanir í gjaldmiðilsmálum væru pólitískar ákvarðanir og allir valkostir Íslands í gjaldmiðilsmálum væru slæmir - en misslæmir. Þessi mál væru jafnframt samhangandi við gjaldeyrishöftin - en þau þyrfti að afnema áður en önnur mynt væri tekin upp.  Fullt hús var í Seðlabankanum, en athygli vakti að engir þingmenn eða ráðherrar voru á svæðinu. 

 

« Á stjórnskipulegum villigötum | Main | Kreddur frjálshyggjunnar og hreintrúar-hægrisins »