Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
sunnudagur
sep.302012

Val á pólitískri forystu

Val á frambjóðendum er eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálahreyfinga. Framundan er það val í Samfylkingunni bæði á landsfundi í febrúar nk. og í nóvember val á fulltrúum á framboðslista í öllum kjördæmum. Nýmæli er að í a.m.k. þremur af fimm kjördæmum (eitt á eftir að setja sínar reglur) geta svonefndir skráðir stuðningsmenn tekið þátt í vali í efstu sæti framboðslistanna.

Click to read more ...

mánudagur
sep.242012

Hvað vilja stjórnvöld með samfélagslega ábyrgð fyrirtækja?

Það eru sannindi fyrir mörgum að velgengni norrænna jafnarmanna í gegnum árin hafi aðallega byggt á þremur grundvallaratriðum: að byggja upp og verja velferðarkerfið, að reka styrka efnahagsstefnu með áherslu á sterkt atvinnulíf, og síðast en ekki síst, að hafa gott samstarf við aðila vinnumarkaðar. Ef eitthvað af þessu hikstar, þá gengur starfið verr en ella – sagan minnir sífellt á þá staðreynd. Það hefur sett neikvæða mynd á núverandi stjórnarsamstarf að ríkisstjórnin virðist vera í stöðugum erjum við aðila vinnumarkaðarins. Þetta er ekki ný saga og það hlýtur að teljast verulega alvarlegt mál að forysta Alþýðusambands Íslands hafi sakað ríkisstjórnina um brigsl nær allan líftíma hennar. Slík staða væri óhugsandi í öðrum norrænum ríkjum með ríkisstjórn af þessari tegund. Allir jafnaðarmenn hljóta að sjá að þarna er eitthvað verulega mikið að.

Click to read more ...

miðvikudagur
sep.192012

Nýsköpun í verki

Velmegun okkar Íslendinga byggir að miklu leyti á öflugum útflutningi. Þrjár helstu stoðir hans hvíla á nýtingu náttúruauðlinda – fiskur er dregin úr sjó, orkufrekur iðnaður nýtir raforku sem við vinnum úr jarðvarma eða fallvötnum, og ferðaþjónustan á allt sitt undir víðernum og náttúrufegurð. Þannig verður vandasamt að stækka þessar þrjár stoðir útflutningsins mikið, enda náttúrulegar takmarkanir til staðar. Vaxtarbroddur íslensks útflutnings er því að finna í fjórðu stoðinni sem nefndur er hugverkageirinn. Þar eru fyrirtæki eins og Össur, Marel og CCP – fyrirtæki sem byggja viðskiptatækifæri sín á hugviti, og tækniþekkingu starfsfólksins.

Click to read more ...

þriðjudagur
sep.182012

Á stjórnskipulegum villigötum

Núverandi forseti, forsetaframbjóðendur og hinir ýmsu fræðimenn hafa að undanförnu tekist á um valdheimildir forseta samkvæmt núverandi stjórnarskrá. Ágætir menn heimfæra þessa deilu upp á rökleysuna um flata jörð, eins og þetta mál sé jafn svart og hvítt og staðreyndir um jarðkringluna. Í því gleymist að lögfræði er jú ekki raunvísindi, þótt sumir setji sínar (lögfræðilegu) skoðanir fram sem staðreyndir. Texti er mannana verk, háður túlkun hverju sinni, og það á einkum við um stjórnarskrárákvæði sem allajafna eru knöpp og kjarnyrt og undirorpin þróun á stjórnskipulegum vettvangi. Í fræðilegri deilu um valdheimildir forseta og hversu víðtækar þær eru, má hins vegar greina kjarnann frá hisminu, óvissa ríkir um vald og hlutverk embættisins.

Click to read more ...

mánudagur
sep.172012

Myntbandalag og betri rammi um íslensku krónuna - pólitískar ákvarðanir

Seðlabankastjóri Már Guðmundsson og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans kynntu laust eftir kl. 16 skýrslu bankans um valkosti í gjaldmiðils- og gengismálum. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna hefur beðið á stólbríkinni af spenningi vegna útgáfu skýrslunnar um nokkurt skeið og má telja að fleiri áhugamenn um stöðu gjaldmiðilsmála hér á landi séu sama sinni. Ýmsir valkostir í gjaldmiðilsmálum voru raktir en af tölu seðlabankastjóra má ráða að status quo án betri ramma um krónuna er útilokaður. Þá telur ritstjórn, að ef marka má kynningu Seðlabankans þar sem valkostir eru vegnir, sé myntbandalag lausn við gjaldmiðilsvanda landsins og til framtíðar sé upptaka evru nærtækasta lausnin.

Click to read more ...

þriðjudagur
sep.112012

Kreddur frjálshyggjunnar og hreintrúar-hægrisins

Um daginn var staddur hér á landi hagfræðingurinn Ha-Joon Chang að kynna bók sína, "23 atriði um kapítalisma sem þér hefur ekki verið sagt frá". Hann kom m.a. fram í Silfri Egils, í athyglisverðu viðtali. Ha-Joon, sem kennir við Cambridge-háskóla, bendir á að margar af kreddum og kennisetningum kapítalisma og frjálshyggju virki engan veginn í praxís, í raunheimum - gögn og rannsóknir sýni það einfaldlega. Heimurinn sé flókinn og í gráskala fremur en svart/hvítur. Til að ná árangri þurfi stefna og aðgerðir stjórnvalda þurfi jafnan að vera pragmatískar, raunsæjar og "blandaðar", fremur en eftir spori "hreinnar" hugmyndafræði.

Click to read more ...